Innlent

Leita að vitnum eftir að ekið var á stúlku á göngusvæði Laugavegs

Birgir Olgeirsson skrifar
 Tilvikið átti sér stað þann 8. ágúst síðastliðinn líklega á milli 17:30 – 18:00.
Tilvikið átti sér stað þann 8. ágúst síðastliðinn líklega á milli 17:30 – 18:00. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að vitnum að atviki þar sem rauðri bifreið var ekið á stúlku, á göngusvæði Laugavegs, þannig að vinstri handleggur hennar fór utan í bílinn. Tilvikið átti sér stað þann 8. ágúst síðastliðinn líklega á milli 17:30 – 18:00.  Sá sem ók bifreiðinni, eða þeir sem kunna að hafa orðið vitni að atvikinu eru beðnir að hafa samband við lögreglu gegnum símann 444-1000, netfangið gisli.arnason@lrh.is eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×