Fótbolti

Ísland niður um þrjú sæti á FIFA listanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ísland var hársbreidd frá því að vinna Tékka á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Sigurinn hefði tryggt umspilssæti og voru vonbrigðin því mikil
Ísland var hársbreidd frá því að vinna Tékka á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Sigurinn hefði tryggt umspilssæti og voru vonbrigðin því mikil vísir/vilhelm
Ísland féll niður um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er nú í 22. sæti listans.

Ísland tapaði fyrir Þjóðverjum og gerði 1-1 jafntefli við Tékkland í lokaleikjum undankeppni HM 2019 fyrr í haust. Liðið komst ekki í umspil um sæti á mótinu.

Ísland er í 13. sæti af Evrópuþjóðum á listanum.

Besti árangur íslenska liðsins er 15. sæti, þær voru þar frá 2011-2013.

Bandaríkin halda toppsæti sínu, Þjóðverjar eru áfram í öðru sæti og Englendingar klífa upp fyrir Frakka í þriðja sætið.

Efstu sæti styrkleikalistans:

1. Bandaríkin

2. Þýskaland

3. England

4. Frakkland

5. Kanada

6. Ástralía

7. Japan

8. Brasilía

9. Svíþjóð

10. Holland

11. Norður-Kórea

12. Spánn

13. Noregur

14. Suður-Kórea

15. Kína

16. Danmörk

17. Ítalía

18. Sviss

19. Skotland

20. Nýja Sjáland

21. Austurríki

22. Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×