Fótbolti

Hertha skellti Bayern og liðin nú jöfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Herthu fagna marki Ondrej Duda.
Leikmenn Herthu fagna marki Ondrej Duda. vísir/getty
Hertha Berlín skaut sér upp að hlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri í Berlín í kvöld.

Fyrsta markið kom úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Jerome Boateng braut þá klaufalega af sér og úr vítinu skoraði fyrirliðinn Vedad Ibisevic.

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks tvöfaldaði Ondrej Duda forystuna með marki eftir laglegt samspil sem sundraði vörn Bayern.

Í síðari hálfleik freistaði Bayern þess að minnka muninn en hafði ekki árangur sem erfiði.

Þeir reyndu mikið af fyrirgjöfum fyrir markið en varnarmann Herthu voru vel á verði og komu boltanum í burtu.

Lokatölur 2-0 sigur Herthu en liðin eru nú jöfn á toppnum með þrettán stig. Bayern er þó í toppsætinu á betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×