Innlent

Varað við stormi við Breiðafjörð og á Vestfjörðum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Vetrarfærð er á landinu öllu.
Vetrarfærð er á landinu öllu. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir um Breiðafjörð og Vestfirði á morgun.

Búist er við suðaustan hvassviðri eða stormi og sums staðar hvössum vindhviðum við fjöll, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi. Þessu á að fylgja slydda og síðar rigning. Veðrið á að ganga yfir á milli klukkan tíu í fyrramálið og níu annað kvöld. Vegagerðin hefur gefið út gula viðvörun vegna færðar á suðvestanverðu landinu.

Á Vestfjörðum er búist við suðaustan og austan hvassviðri eða stormi og víða hvössum vindhviðum við fjöll. Þá er gert ráð fyrir snjókomu og skafrenningi og víða verður blint veður. Viðvörunin á Vestfjörðum er í gildi frá klukkan sjö í fyrramálið til klukkan tvö síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×