Innlent

Fjarðarheiði lokuð vegna veðurs

Atli Ísleifsson skrifar
Óveður er á Mývatnsöræfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Óveður er á Mývatnsöræfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fjarðarheiðin, vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða er lokaður vegna veðurs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar kemur einni fram að hálkublettir séu víða á Reykjanesi en greiðfært sé á höfuðborgarsvæðinu og á Kjalarnesi.

„Vesturland. Flughálka er víða í uppsveitum Borgarfjarðar annars er hálka og snjóþekja en þæfingur er á Útnesvegi.

Vestfirði. Hálka, snjóþekja og þæfingur.

Norðurland. Hálka og snjóþekja og víða er éljagangur og skafrenningur. Óveður er á Mývatnsöræfum.

Austurland. Hálka er á flest öllum leiðum og skafrenningur á fjallvegum. Lokað er á Fjarðarheiði, þæfingur og óveður er á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en þæfingur og skafrenningur er á Jökuldal.

Suðausturland. Hálka, snjóþekja og éljagangur. Flughálka er í Eldhrauni og óveður við Hvalnes,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×