Erlent

Vann 47 milljarða í bandarísku lottói

Atli Ísleifsson skrifar
Líkurnar á að landa þeim stóra í Mega Millions lottóinu eru einn á móti 302,6 miljónum.
Líkurnar á að landa þeim stóra í Mega Millions lottóinu eru einn á móti 302,6 miljónum. Vísir/afp
Heppinn miðahafi í bandaríska Mega Millions lottóinu vann 450 milljónir Bandaríkjadala, um 47 milljarða íslenskra króna, í útdrætti gærkvöldsins.

Í frétt CNN kemur fram að miðinn hafi verið seldur í Flórída. Enginn miðahafi hafði unnið aðalvinningspottinn í síðustu 23 útdráttum.

Bandarískir lottóspilarar eiga möguleika á enn stærri lottópotti um helgina þegar dregið verður í Powerpall-lottóinu þar sem vinningspotturinn er kominn í 570 milljónir Bandaríkjadala, rúma 59 milljarða íslenskra króna.

Lottóin Powerball og Mega Millions eru vinsælustu lottó Bandaríkjanna og er afar óvenjulegt að vinningspottarnir séu báðir þetta stórir á sama tíma.

Líkurnar á að landa þeim stóra í Mega Millions lottóinu eru einn á móti 302,6 miljónum. Líkurnar eru aðeins betri í Powerball-lottóinu, einn á móti 292,2 milljónum.

Vinningstölurnar í útdrætti gærkvöldsins voru 28, 30, 39, 59, 70 og „Mega Millions-talan“ 10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×