Fótbolti

Guðni Bergsson ánægður með áætlanir fyrir HM 2022

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Starfsfólk KSÍ fær kynningu á áætlunum fyrir HM 2022
Starfsfólk KSÍ fær kynningu á áætlunum fyrir HM 2022 mynd/sc.qa
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hrósaði á dögunum áætlunum Katar fyrir Heimsmeistaramótið í fótbolta 2022, en starfsfólk KSÍ var í heimsókn þar í landi í nóvember.

„Þeir hafa hugsað mjög vel út í allt, bæði út frá skipulagi keppninnar og félagslega þáttinn,“ sagði formaðurinn við fjölmiðla í Katar í heimsókninni.

„Katar hefur virkilega hugsað út í það hvernig Heimsmeistaramótið getur hjálpað landinu og svæðinu til langframa. Ég sé þessa keppni nú í algjörlega nýju ljósi og hlakka mikið til.“

Heimsmeistaramótið í Katar mun fara fram dagana 21. nóvember - 18. desember árið 2022.

Ísland, er eins og allir vita, á leiðinni á sitt fyrsta Heimsmeistaramót í sumar og telur Guðni að Katar geti lært mikið af íslenska liðinu.

„Það er margt líkt með þjóðunum. Báðar eru smáríki sem veitir gott svigrúm til skipulagningar. Lykillinn er að vinna að því að vera samkeppnishæf í hinum stóra heimi,“ sagði Guðni Bergsson í Katar fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×