Enski boltinn

Tottenham að fá brasilískan landsliðsmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moura í leik með PSG.
Moura í leik með PSG. vísir/getty
Tottenham hefur náð samkomulagi við PSG um kaup á Lucas Moura. Tottenham greiðir 25 milljónir punda fyrir brasilíska landsliðsmanninn.

Leikmaðurinn á eftir að ganga í gegnum læknisskoðun og ná samningum um kaup og kjör áður en hann verður leikmaður Tottenham.

Moura hefur verið hjá PSG síðan 2013. Á þeim tíma hefur hann skorað 46 mörk og lagt upp 50 í 229 leikjum. Hann hefur aftur á móti fengið lítinn spiltíma í vetur og aðeins komið sex sinnum af bekknum.

Arsenal og Man. Utd hafa lengi verið orðuð við leikmanninn sem hefur mikinn áhuga á því að spila á Englandi og mun væntanlega gera það með Tottenham eftir allt saman.

Moura hefur spilað 36 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim leikjum fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×