Enski boltinn

Flensa að ganga innan liðsins sem mætir Liverpool á Anfield á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik West Bromwich Albion og Liverpol í desember.
Úr leik West Bromwich Albion og Liverpol í desember. Vísir/Getty
Útlitið er ekki alltof bjart fyrir West Bromwich Albion fyrir bikarleikinn á móti Liverpool á Anfield á morgun. Liðin mætast þá í fjórðu umferð keppninnar eða í 32 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, sagði frá því að blaðamannafundi í dag að fjölmargir leikmenn liðsins væru veikir.

Ben Foster, James McClean, Ahmed Hegazi, Jay Rodriguez og Gareth McAuley voru ekki með á æfingu í dag vegna veikinda.

Pardew staðfesti hinsvegar að Jonny Evans verði í byrjunarliðinu í leiknum.

„Við vildum helst vilja vera í betri stöðu í deildinni til að geta keyrt á full inn í bikarinn. Við munum fara til Liverpool og reyna að koma þeim í vandræði,“ sagði Alan Pardew.





West Bromwich Albion og Swansea eru jöfn að stigum á botni ensku úrvalsdeildarinnar en West Brom er með aðeins betri markatölu og sleppur því eins og er við júmbósætið.

Liverpool sló Everton út úr síðustu umferð enska bikarsins en West Brom vann þá 2-0 útisigur á D-deildarliði Exeter City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×