Fótbolti

Bolt kominn til Ástralíu og reynir að næla sér í samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bolt er að minnsta kosti fljótur. Það getur nýst honum á fótboltavellinum.
Bolt er að minnsta kosti fljótur. Það getur nýst honum á fótboltavellinum. vísir/getty
Usain Bolt hefur gengið í raðir ástralska knattspyrnuliðsins Central Coast Mariners um óákveðinn tíma. Hann fær að æfa með liðinu og svo sjá forráðamenn liðsins til hvort að kappinn sé nógu öflugur til að semja við hann.

Bolt langar mikið að verða atvinnumaður í knattspyrnu en hann hefur æft með Borussia Dortmund, Stromsgödset og Sundowns.

Nú er hann kominn til Central Coast Mariners í Ástralíu en hann mun æfa með liðinu um ákveðinn fótbolta. Síðan verður ákveðið hvort samið verður við hann eður ei.

„Ég er mjög spenntur fyrir að koma til Ástralíu,” sagði Bolt áður en hann bætti við að hann væri tilbúinn að leggja það á sig sem til þarf:

„Þetta hefur verið draumur að vera atvinnumaður í fótbolta og ég veit að það kostar fullt af erfiðum æfingum til þess að komast á það stig að geta spilað og gert eitthvað í áströlsku deildinni.”

„Vonandi kem ég með jákvæð viðbrögð inn í hópinn. Það er tilhlökkun í mér að hitta þjálfarateymið, leikmennina og stuðningsmennina á komandi vikum,” sagði þessi skemmtilegi karakter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×