Fótbolti

Maradona vill verða næsti landsliðsþjálfari Argentínu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Diego Maradona í stúkunni á HM.
Diego Maradona í stúkunni á HM. Vísir/Getty
Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona sendir fjölmiðlum í heimalandi sínu, Argentínu, tóninn í færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann kveðst virkilega ósáttur við umfjöllun þeirra varðandi hverjir koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Argentínu.

Argentínska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni Jorge Sampaoli sem var látinn taka pokann sinn eftir HM í Rússlandi en þeir Lionel Scaloni og Pablo Aimar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu tímabundið.

Mauricio Pochettino (Tottenham), Diego Simeone (Atletico Madrid), Marcelo Gallardo (River Plate), Jose Pekerman (Kólumbía) og Ricardo Gareca (fyrrum þjálfari Perú) eru meðal þeirra sem eru hvað heitastir í umræðunni.

Maradona er óhress með það en hann hélt um stjórnartaumana hjá Argentínu frá 2008-2010 og fór með liðið á HM í Suður-Afríku þar sem Argentína féll úr leik í 16-liða úrslitum eftir 4-0 tap gegn Þýskalandi.

„Varðandi argentínska landsliðið og umræðuna um næsta landsliðsþjálfara fer það virkilega í taugarnar á mér að sumir blaðamenn nefni ekki nafn mitt þegar rætt er um mögulega landsliðsþjálfara. Argentínsk blöð skrifa um aðra fyrrverandi landsliðsþjálfara en taka mig ekki með í umræðuna. Svona eru fjölmiðlarnir sem við höfum í Argentínu," er meðal þess sem segir í færslu Maradona.

Maradona er þó ekki í atvinnuleit þar sem hann réði sig nýlega til næstu þriggja ára hjá hvít-rússneska liðinu Dynamo Brest en hann segir að argentínska landsliðið hafi alltaf forgang.

Hann var mikið í sviðsljósinu í kringum HM í Rússlandi þar sem hann var einn af sendiherrum mótsins og ástríða hans fyrir landsliðinu var augljós. Til að mynda var hann duglegur við að gagnrýna störf Sampaoli á mótinu.

„Ég er með þriggja ára samning og hef skuldbundið mig til Dynamo en ég er alltaf tilbúinn að fórna öllu fyrir landsliðið,“ segir Maradona.

Acá, en casa, recuperándome de dos operaciones que tuve con mi dentista, el Dr. Braverman, para poder empezar a ver jugadores para mi equipo, el Dinamo Brest. La verdad es que el mercado se disparó y yo no puedo jugar con la plata de los dirigentes, y mucho menos con este dolor en la boca. Así que quiero recuperarme y ponerme 10 puntos. Por esto es que no estoy yendo a los programas de TV, que me invitan, y estoy hablando por las redes sociales. Con respecto a la selección argentina, quiero decir que me jode que algunos periodistas no me incluyan entre los posibles técnicos. Mientras me operaban, escuchaba al Chavo Fucks, por ejemplo, y ni siquiera me nombró entre los posibles candidatos. Yo me acuerdo de sus comienzos, cuando yo todavía jugaba, y pareciera que ahora él ya no me conociera. Y lamento que tampoco me tengan en cuenta algunos diarios argentinos, que sí hablan de otros ex técnicos de la selección, pero no de mí. Pero bueno, éste es el periodismo deportivo que tenemos los argentinos. De todas maneras yo tengo un contrato de 3 años, y el Dínamo tiene mi palabra. Aunque yo por la selección doy la vida.

A post shared by Diego Maradona Oficial (@maradona) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×