Fótbolti

Gömlu liðsfélagar Dagnýjar þurftu að hafa súrefniskúta á hliðarlínunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stærstu stjörnur Portland Thorns liðsins eru Tobin Heath og Christine Sinclair.
Stærstu stjörnur Portland Thorns liðsins eru Tobin Heath og Christine Sinclair. Vísir/Getty
Leikur í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta fór fram við erfiðar aðstæður í nótt þar sem fólk þurfti að hafa áhyggjur af áhrifum slæmra loftgæða á heilsu leikmannanna.

Gömlu liðfélagar Dagnýujar Brynjarsdóttur í Portland Thorns FC tryggðu sér þá sæti í úrslitsakeppninni með 2-1 sigri á Sky Blue FC.

Leikurinn fór fram á heimavelli Portland Thorns FC, Providence Park, en til þess að passa upp á heilsu leikmanna voru hlé gerð á leiknum á fimmtán mínútna fresti. Þá voru súrefniskútar í boði fyrir leikmenn á hliðarlínunni





Ástæðurnar fyrir þessum óvenjulegum hléum og af hverju leikmenn þurftu aðgengi að súrefni í miðjum leik voru  slæm loftskilyrði á leikvanginum í Portland.

Mælingar sex tímum fyrir leik gáfu til kynna að loftgæðin væru undir löglegum mörkum en National Women's Soccer League ákvað samt að leikurinn færi engu að síður fram. Til að koma til móts við hættuna voru því hlé gerð á leiknum á 15., 30., 60. og 75. mínútu.

Mikill hiti var líka í Portland sem gerði bæði leikmönnum og áhorfendur lífið erfitt en vegna þeirra máttu áhorfendur sem dæmi koma með vatnsbrúsa inn á leikinn.





Dagný Brynjarsdóttir varð bandarískur meistari með liði Portland Thorns FC í fyrrahaust. Liðið endaði þá í 2. sæti í deildarkeppninni en datt nú niður í þriðja sæti.

Þriðja sætið skilaði Portland Thorns engu að síður í úrslitakeppnina þar sem liðið fær tækifæri til að verja titilinn. Það verður örugglega mun erfiðara án smitandi leikgleði og baráttuanda íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Portland Thorns liðsins í nótt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×