Enski boltinn

Eins árs afmæli kaupanna sem breyttu örlögum Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. Vísir/Getty
27. desember fyrir ári síðan kom fram óvænt tilkynning frá Liverpool um að félagið hafi gengið frá kaupum á hollenska miðverðinum Virgil van Dijk frá Southampton.

Flestir stuðningsmenn Liverpool voru eflaust að bíða eftir áramótaveislunni eða því að félagsskiptaglugginn opnaði á ný en Virgil van Dijk hafði verið orðaður áður við Liverpool en ekkert varð af kaupunum þá.

Fyrir nákvæmlega ári síðan þá borgaði Liverpool metupphæð fyrir varnarmann og það má segja að þessi kaup hafi heldur betur borgað sig.





Virgil van Dijk hefur eiginlega spilað betur og betur með hverjum mánuði og er lykilmaðurinn á bak við það að Liverpool er nú með langbestu vörnina í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Virgil van Dijk og félagar hafa aðeins fengið á sig 7 mörk í 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liverpool er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar og hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu.







Í síðustu átta deildarleikjum Liverpool, sem allir hafa unnist, þá hafa móherjar Liverpool aðeins skorað samtals tvö mörk eða jafnmörg og Virgil van Dijk hefur sjálfur átt þátt í (1 mark, 1 stoðsending) í þessum átta leikjum.

Það er því ekki nema von að Liverpool minnist kaupanna með broskarli með stjörnum í augum á Twitter síðu félagsins.







 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×