Enski boltinn

Zaha með gyllitilboð frá Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zaha í fræknum sigri Palace gegn Manchester City um helgina.
Zaha í fræknum sigri Palace gegn Manchester City um helgina. vísir/getty
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, er eftirsóttur og nú í morgun greindu enskir miðlar frá risatilboði í kappann.

Það kemur þó frá Kína en kínverska liðið Dalian Yifang er tilbúið að reiða fram stórar fjárhæðir til að lokka framherjann frá Palace.

Fari svo að Zaha fari til Kína mun hann ekki svelta því samningatilboðið er talið hljóða upp á litlar ellefu milljónir punda á ári. Það jafngildir rúmlega 1600 milljónum króna fyrir eitt ár. Rosalegar upphæðir.

Zaha hefur einnig verið orðaður við toppliðin í enska boltanum svo það verður að teljast ólíklegt að þessi 26 ára gamli Fílbeinsstrendingur færi sig til Kína.

Palace er í fjórtánda sæti deildarinnar en Zaha hefur skorað þrjú mörk í fyrstu fimmtán leikjunum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×