Enski boltinn

Pochettino: Erum ekki meistaraefni enn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pochettino er við völd hjá Tottenham
Pochettino er við völd hjá Tottenham vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir liðið ekki vera tilbúið til þess að berjast um Englandsmeistaratitilinn eins og staðan er í dag.

Tottenham er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir úrslitin á öðrum degi jóla, sex stigum á eftir Liverpool á toppnum og stigi á undan Manchester City.

„Við erum ekki raunveruleg meistaraefni ennþá,“ sagði Pochettino á blaðamannafundi.

„Við erum í mjög góðri stöðu og eigum skilið að vera í henni, en það er annað að geta gert raunverulega atlögu að titlinum í lok tímabils.“

„Við eigum eftir að sýna að við getum verið stöðugt í toppbaráttunni yfir heilt tímabil. Manchester City hefur sannað það með því að vinna deildina og Liverpool hefur gert vel. Þau tvö lið eru meistaraefni.“

Tottenham mætir Wolves á Wembley á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×