Harry Kane bjargaði Tottenham gegn Newport

Dagur Lárusson skrifar
Það var auðvitað Harry Kane sem skoraði.
Það var auðvitað Harry Kane sem skoraði. vísir/getty
Það var Harry Kane sem bjargaði Tottenham Hotspur frá því að detta út úr bikarnum gegn Newport County en hann skoraði jöfnunarmark Tottenham á lokamínútunum.

Liðsmenn Newport mættu öflugir til leiks og létu liðsmenn Tottenham virkilega finna fyrir því í leiknum. Það var Newport sem átti nánast öll alvöru færi fyrri hálfleiksins og voru oft á tíðum nálægt því að ná forystunni.

Newport náði að brjóta ísinn á 38. mínútu með marki frá Padraig Amond en það kom eftir fast leikatriði sem Newport notaði mikið af í leiknum.

Mauricio Pochettino brást við í hálfleik og ákvað að setja Kóreumanninn Son inná og við það byrjaði sóknarleikur Tottenham að lifna við.

Tottenham var með boltann nánast allan seinni hálfleikinn en náði ekki að skapa nógu góð færi til þess að skora fyrr en á 82. mínútu þegar Harry Kane jafnaði metinn eftir hornspyrnu.

Lokatölur voru 1-1 og því mætast liðin á nýjan leik á Wembley.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira