Auðvelt hjá Leicester í Peterborough

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jamie Vardy, framherji Leicester.
Jamie Vardy, framherji Leicester. vísir/getty
Úrvalsdeildarlið Leicester átti ekki í miklum erfiðleikum með C-deildar lið Peterborough í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar.

Peterborough fékk skell strax í upphafi leiks þegar Fousseni Diabate skoraði á 9. mínútu eftir fyrirgjöf Adrien Silva. Aðeins þremur mínútum seinna var Leicester búið að tvöfalda forystu sína með marki frá Kelechi Iheanacho.

Iheanacho var svo aftur á ferð eftir hálftíma leik og kom Leicester í 3-0 forystu. Þannig var staðan þegar liðin gengu til leikhlés og vonin veik fyrir Peterborough.

Andrew Hughes kom heimamönnum þó aftur inn í leikinn með marki úr hornspyrnu á 58. mínútu. Heimamenn höfðu því hálftíma til þess að skora tvö mörk og jafna leikinn.

Það gekk þó ekki að koma boltanum í neitið og í staðinn bætti Diabate öðru marki sínu og fjórða marki Leicester við á 87. mínútu og gerði út um leikinn. Wilfred Ndidi sló svo síðasta naglann í kistuna í uppbótartíma með fimmta marki Leicester.

5-1 sigur og Leicester fer áfram í fimmtu umferð keppninnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira