Southampton vann úrvalsdeildarslaginn

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn Southampton fagna marki Stephens
Liðsmenn Southampton fagna marki Stephens vísir/getty
Southampton bar sigurorð á Watford í eina úrvalsdeildarslagnum í enska bikarnum í dag og er því komið áfram í fimmtu umferð bikarsins.

Southampton byrjaði leikinn mjög vel og komst yfir strax á 4. mínútu leiksins með marki frá Jack Stephens og var staðan 1-0 í hálfleik.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í seinni hálfleik þá náði Watford ekki að jafna leikinn og er því úr keppni í bikarnum og er ennþá stjóralaust eftir að félagið rak Marco Silva síðustu helgi.

Ein óvæntustu úrslit dagsins áttu sér stað í viðureign Wigan og West Ham. Wigan, sem eru í þriðju efstu deild Englands, byrjaði leikinn með miklum krafti og skoraði Will Griggs eftir aðeins 7. mínútur og kom sínum mönnum yfir.

Staðan var 1-0 í hálfleik og bjuggust eflaust margir við því að West Ham myndi fara í næsta gír í seinni hálfleiknum en svo var ekki. Þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þá fékk Arthur Masuaku að líta beint rautt spjald og því West Ham í miklu veseni.

Eftir þetta héldu liðsmenn Wigan áfram að sækja og náðu þeir að skora sitt annað mark á 62. mínútu. Þá var brotið á leikmanni Wigan og dæmd vítaspyrna sem Will Griggs tók og skoraði hann sitt annað mark.

Lokatölur leiksins reyndust 2-0 og því fer Wigan áfram í bikarnum á meðan West Ham situr eftir með sárt ennið.

Úrslit dagsins:

Huddersfield Town 1-1 Birmingham City

Hull City 2-1 Nottingham Forest

Middlesbrough 0-1 Brighton & Hove Albion

Millwall 2-2 Rochdale

Milton Keynes Dons 0-1 Coventry City

Notts County 1-1 Swansea City

Sheffield United 1-0 Preston North End

Southampton 1-0 Watford

Wigan 2-0 West Ham

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira