Fótbolti

Í blóðinu hjá Messi að vera bestur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Vísir/Getty
Carlos Tevez hældi Lionel Messi mikið í viðtali við argentíska fjölmiðla þar sem hann sagði það sé honum í blóð borið að vera bestur í heimi.

„Þegar Leo var að byrja þá kom hann ekki nálægt líkamsræktarstöð. Cristiano var þar alla daga. Leo var alltaf með boltann í fótunum á meðan Cristiano æfði aukaspyrnur alla daga.“

„Cristiano þurfti að vinna fyrir því að vera bestur á meðan það er í blóðinu hjá Leo. Þetta er munurinn á þessum bestu leikmönnum heims.“

Messi eða Ronaldo hefur verið helsta spurning knattspyrnuaðdáanda í mörg ár, en þeir tveir hafa einokað verðlaunin um bestu fótboltamenn heims í áratug.

„Messi er að spila aðra íþrótt. Það er eðlilegt fyrir hann að skora þrjú mörk í leik,“ sagði Tevez, sem hefur spilað með Messi í argentíska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×