Fótbolti

Bann Samir Nasri lengt um 12 mánuði

Einar Sigurvinsson skrifar
Nasri sagði sjálfur frá heimsókn sinni til Drip Doctors í desember.
Nasri sagði sjálfur frá heimsókn sinni til Drip Doctors í desember. mynd/twitter
Samir Nasri, fyrrum leikmaður Manchester City og Arsenal fær 12 mánuðum lengra bann en upphaflega hafði verið ákveðið fyrir vökvagjöf í æð.

Nasri hafði fengið sex mánaða bann en eftir áfrýjun aganefndar UEFA hefur bannið verið lengt í 18 mánuði.

Lengt bannsins er miðuð út frá 1. júlí 2017 og getur Nasri því snúið aftur á knattspyrnuvöllinn í nóvember.

Vökvagjöfina fékk Nasri í desember árið 2016, þar sem hann var staddur í Los Angeles. Þar var hann staddur í fríi frá Sevilla, en hann var þar á láni frá Manchester City. Hann lék síðast fyrir Antalyaspor í Tyrklandi.


Tengdar fréttir

Nasri dæmdur í sex mánaða bann

Fyrrum leikmaður Manchester City, Samir Nasri, hefur verið dæmdur í sex mánaða bann frá fótbolta eftir að hafa fengið vökvagjöf í æð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×