Erlent

Lækkuðu einkunnir kvenna

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Læknaháskólinn í Tókýó hefur orðið uppvís að því að lækka einkunnir kvenna sem voru að reyna að komast inn í skólann. Var það gert til þess að halda hlutfalli kvenna undir 30 % af þeim sem komust inn í skólann. Skólinn er sagður ætla að rannsaka þetta. BBC greinir frá þessu. 

Skólinn er sagður hafa gert þetta vegna þess að konur sem klára námið eru líklegri til þess að fara út í barneignir og gifta sig og skila sér því ekki í vinnu á háskólasjúkrahúsið að loknu námi. Þetta kemur fram í japanska blaðinu Yomiuri Shimbun og samkvæmt heimildum blaðsins á háskólinn að hafa byrjað að breyta niðurstöðum kvenna árið 2011.

Einnig er verið að rannsaka skólann vegna ásakana um að hann hafi mútað Futoshi Sano, háttsettum embættismanni innan menntamálaráðuneytisins, til þess að fá styrk gegn því að hækka einkunn sonar hans á inntökuprófinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×