Innlent

Víðtæk leit stóð yfir að manneskju á Suðurnesjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Leitað er á svæðinu milli Reykjanesbæjar og Grindavíkur.
Leitað er á svæðinu milli Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum og björgunarsveitarmenn voru við leit að fimmtán ára stúlku í Reykjanesbæ í dag. Leitin hafði staðið yfir síðan eftir hádegi en stúlkunnar hefur verið saknað frá því í nótt.

Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði leitina standa yfir á svæðinu á milli Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Hann sagði leitarsvæðið hafa verið stækkað í dag og því var óskað eftir aðstoð björgunarsveitarmanna.

Lögreglan vildi engar frekari upplýsingar veita um málið. 

Uppfært klukkan 16:42:

Stúlkan fannst heil á húfi rétt í þessu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×