Fótbolti

Beckham staðfesti MLS liðið sitt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Beckham.
David Beckham. Vísir/Getty
David Beckham hefur loksins kynnt til leiks liðið sem hann er að stofna í bandarísku MLS deildinni en fjögur ár eru liðin síðan hann byrjaði vinnuna við að setja liðið á laggirnar.

Liðið mun spila í Miami í Florida á leikvangi sem mun verða staðsettur í Overtown hverfinu og taka 25 þúsund manns í sæti.

„Við erum mjög ánægð, þakklát og spennt,“ sagði Beckham þegar hann kynnti liðið í dag. Enn á eftir að ákveða nafn á liðið.

„Liðið mun alltaf berjast fyrir því að gera Miamibúa og stuðningsmenn út um allan heim stolta. Völlurnn mun verða staður sem stuðningsmenn elska að heimsækja og við ætlum að vinna mikið með ungmennum í suður Flórída.“

Aðal ástæða þess að vinnan við liðið hefur tekið svo langan tíma eru deilur vegna staðsetningu leikvangsins, en það er nú allt að baki og liðið formlega orðið að veruleika.

Beckham verður fyrsti fyrrum leikmaður deildarinnar til þess að eiga félag sem spilar í deildinni. Það hefur ekki verið fótboltalið í Miami síðan árið 2001 þegar lið Miami Fusion var uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×