Enski boltinn

Aubameyang nálgast Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aubameyang í leik með Dortmund um helgina. Stuðningsmenn Dortmund bauluðu þá á hann.
Aubameyang í leik með Dortmund um helgina. Stuðningsmenn Dortmund bauluðu þá á hann. vísir/getty
Það bendir ansi margt til þess að framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang verði orðinn leikmaður Arsenal fyrir mánaðarmót.

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Arsenal nálægt því að ná samningum við Dortmund um kaupverð á leikmanninum. Það er sagt vera í kringum 60 milljónir punda. Arsenal hafði áður boðið 50 milljónir punda en því tilboði var hafnað.

Dortmund vill fá 60 milljónir punda fyrir framherjann og Arsenal mun líkast til ganga að því. Það er þó ekkert í húsi hjá Lundúnaliðinu enn sem komið er.

Það er sagt koma til greina hjá Arsenal að setja Olivier Giroud upp í kaupun en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði á dögunum að Giroud fengi ekki að fara frá félaginu nema annar maður kæmi í hans stað.

Chelsea er líka sagt hafa áhuga á Giroud eins og öðrum hverjum framherja í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×