Fótbolti

David Villa orðinn liðsfélagi Iniesta og Podolski í Japan

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
David Villa leikur í Japan á næsta ári
David Villa leikur í Japan á næsta ári vísir/getty
Fyrrum framherji Spánar og Barcelona, David Villa er genginn til liðs við japanska félagið Vissel Kobe en hann lék síðast með New York City í MLS-deildinni.



Hjá Vissel Kobe hittir hann fyrrum liðsfélaga sinn hjá Barcelona og spænska landsliðinu, Andres Iniesta og þá leikur Lukas Podolski, fyrrum framherji þýska landsliðsins.



Villa gekk til liðs við New York City árið 2014 frá Atletico Madrid en hann varð um leið fyrsti leikmaðurinn til þess að ganga til liðs við félagið.



Hann lék 124 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 80 mörk.



Villa var í liði Spánar sem varð Evrópumeistari árið 2008 og heimsmeistari árið 2010.



Í yfirlýsingu félagsins við félagaskiptin segir það að þetta sé enn eitt skrefið í átt að verða besta lið Asíu.



Villa hóf feril sinn hjá Sporting Gijon áður en hann fór til Real Zaragoza. Því næst fór hann til Valencia þar sem hann lék frábærlega. Svo vel að Barcelona keypti hann árið 2010.



Með Barcelona varð hann tvisvar sinnum spænskur meistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Hann fór svo til Atletico Madrid árið 2013 og hjálpaði hann liðinu að verða spænskur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×