Fótbolti

Afríkumótið tekið af Kamerún

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Afríkumótið verður ekki haldið í Kamerún líkt og áætlað var
Afríkumótið verður ekki haldið í Kamerún líkt og áætlað var vísir/getty
Afríkumótið, sem átti að fara fram í Kamerún í júní næsta sumar verður haldið annars staðar í Afríku.



Afríska knattspyrnusambandið staðfesti það eftir langan fund í gær, en miklar tafir hafa verið á undirbúningi Kamerún fyrir mótið.



Ákveðið verður í lok ársins hvar mótið verður haldið.



Þetta verður í fyrsta sinn sem Afríkumótið er haldið í júní og júlí en það var alltaf haldið í janúar, við litla kátínu evrópskra félagsliða.



Þá verður þetta einnig í fyrsta sinn þar sem 24 lið leika á mótinu en síðustu mót hafa 16 lið tekið þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×