Fótbolti

Fimmtíu þúsund manns á æfingu hjá Boca | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona stemingu sérðu hvergi í heiminum á æfingu hjá félagi.
Svona stemingu sérðu hvergi í heiminum á æfingu hjá félagi. vísir/getty
Það er svo sannarlega enginn skortur á ástríðu hjá stuðningsmönnum argentínska liðsins Boca Juniors.

Liðið tók sína síðustu æfingu í gær fyrir seinni leik liðsins gegn River Plate í úrslitum Copa Libertadores. Æfingin var opin og það var slegist um að komast inn.

Áhorfendur sungu, trolluðu og kveiktu á blysum á æfingunni. Stemningin var nánast eins og á leik hjá liðinu. Einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn fékk slæma meðferð hjá lögreglunni. Það líkaði Carlos Tevez ekki og kom manninum til bjargar. Hann gaf honum treyjuna sína og bað hann svo að yfirgefa svæðið.





Fyrri leikur Boca og River fór 2-2 og allt undir í seinni leiknum um helgina.





 



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×