Enski boltinn

Liverpool framlengir við innkastþjálfarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp og Gronnemark hressir og kátir.
Klopp og Gronnemark hressir og kátir. facebook
Ein af óvæntustu ráðningum síðasta sumars var ráðning Liverpool á sérstökum innkastsþjálfara. Sá þjálfari hefur slegið í gegn hjá félaginu.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkenndi að hafa aldrei heyrt um að slíkur þjálfari væri til áður en hann réð Danann Thomas Gronnemark í þjálfarateymið sitt.

Klopp er afar ánægður með Danann og hefur fengið félagið til þess að framlengja samningnum við Gronnemark fram á næsta sumar. Upprunalegi samningurinn var til sex mánaða.

Innköstin hjá Joe Gomez hafa batnað mikið eftir tilkomu Gronnemark og innkast frá honum hjálpaði til er Jesse Lingard jafnaði fyrir England gegn Króatíu á dögunum. Enska landsliðið er því líka að græða á þessu.

Gronnemark á heimsmetið fyrir lengsta innkast heims. Það var 51,33 metrar. Hann segist vera fyrsti innkastsþjálfari heims og viðurkennir fúslega að vera í furðulegasta starfi heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×