Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um hundrað og fimmtíu nýjar íbúðir eru nú settar í sölu í hverjum mánuði en framboð á nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu hefur nærri tvöfaldast á undanförnum fimm árum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 og rætt meðal annars við hagfræðing hjá Íbúðalánasjóði sem telur óliklegt að aukið framboð skili sér í lækkandi húsnæðisverði.

Einnig er rætt við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, um tvöfalt kerfi og leiðir spítalans til að koma í veg fyrir áhrif þess, svo sem teymisvinnu og opnun nýrrar göngudeildar.

Við hittum einnig íslenskan forritara sem uppgötvaði leyndan galla hjá Apple sem varð til þess að uppfæra þurfti stýrikerfið í Mac-tölvum. Hann segir fyrirtæki hér á landi ekki nægilega meðvituð um öryggismál.

Við verðum einnig í beinni á forsýningu kvikmyndarinnar Lof mér að falla og fylgjumst með dönsurum á Arnarhóli. Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar - og í beinni á Vísi. Hægt er að fylgjast með fréttatímanum með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×