Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 voru einnig á staðnum þegar starfsmenn Matvælastofnunar mættu í Dýraríkið til að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví. Lögmenn MAST og Dýraríkisins tóku harkalega á og eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvína - að lokum þurfti að kalla til lögreglu.

Við fjöllum um fund utanríkismálanefndar um flóttamannabúðir barna í Bandaríkjunum, við sýnum frá eldsvoða í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt og fylgjumst með hjólreiðamönnum fara af stað í hjólakeppninni WOW Cyclothon. Allt þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×