Innlent

Refsing nauðgara milduð í þrjú ár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Húsnæði Landsréttar er að Vesturvör í Kópavogi.
Húsnæði Landsréttar er að Vesturvör í Kópavogi. Fréttablaðið/Ernir
Landsréttur mildaði í gær refsingu manns sem sakfelldur var fyrir nauðgun, þrjár líkamsárásir, ólögmæta nauðung og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni.

Brot mannsins áttu sér stað í mars og apríl 2014. Var hann sakfelldur fyrir að neyða hana til að taka lyf, taka hana kverkataki, þvinga hana til samræðis, hóta að skera hana, að tjóðra hana við rúm og hóta að selja aðgang að henni.

Landsréttur staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu mannsins. Í héraði hafði hann verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Sú refsing var létt í þrjú ár í Landsrétti. Var það gert með hliðsjón af þeim tíma sem rekstur málsins tók. Ákæra var gefin út 28 mánuðum eftir að brotin áttu sér stað. Maðurinn var dæmdur til að greiða brotaþola tvær milljónir í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×