Erlent

Rússar segja tilgangslaust að hagræða úrslitum kosninga í Danmörku

Rússar segjast ekkert hafa á því að græða að hagfræða kosningaúrslitum í Danmörku
Rússar segjast ekkert hafa á því að græða að hagfræða kosningaúrslitum í Danmörku Vísir/Getty
Sendiráð Rússlands í Danmörku segir að þar sem allir danskir stjórnmálaflokkar séu haldnir fordómum gegn Rússlandi sé tilgangslaust að hafa afskipti af dönskum kosningum.

Eins og frægt er orðið eru Rússar sakaðir um afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Í Danmörku hefur myndast töluverð umræða um hvort Rússar beiti sér einnig í kosningum þar í landi.

Í grein í Brelingske á mánudaginn sagði yfirmaður leyniþjónustu danska hersins að gerðar verði ráðstafanir til að bregðast við afskiptum Rússa af dönsku þingkosningunum á næsta ári.

Rússneska sendiráðið notaði Twitter til að svara þessum ásökunum. Lengra svar birtist síðan á heimasíðu sendiráðsins.

Þar segir að varnarmálaráðherra Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen, sé haldinn „Rússafóbíu“ og hafi ítrekað látið það í ljós með orðum sínum.

Stjórnarandstaðan sé lítið betri og meira að segja sérfræðingar í alþjóðamálum hafi látið draga sig út í hræðsluáróður gegn Rússlandi.

Fyrir vikið hafi öll umræða um Rússland verið eitruð í Danmörku. Því væri með öllu tilgangslaust fyrir Rússa að reyna að hafa áhrif á kosningaúrslit í Danmörku, allir danskir flokkar séu jafn slæmir hvað þetta varða og því ekkert á því að græða að hagræða úrslitum þar í landi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×