Fótbolti

Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg │Bæjarar mörðu D-deildarlið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þýsku meistararnir fagna marki Muller í kvöld.
Þýsku meistararnir fagna marki Muller í kvöld. vísir/getty
Bayern München lenti í kröppum dansi í þýsku bikarkeppninni í kvöld en þýsku meistararnir mörðu 2-1 sigur á D-deildarliðinu SV Rodinghausen.

Flestir bjuggust við þægilegum sigri Bæjara og þa stefndi allt í það þegar staðan var orðin 2-0 eftir 13 mínútur með mörkum Sandro Wagner og Thomas Muller.

Heimamenn í Rodinghausen náðu þó að minnka muninn í 2-1 með marki frá Linus Meyer frá 49. mínútu en nær komust þeir ekki. Bayern komið áfram í næstu umferð.

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem er úr leik en Sandhausen tapaði 3-0 fyrir Heidenheim á útivelli en liðin eru í sömu deild.

Wolfsburg vann 2-0 sigur á Hannover í leikjum tveggja úrvalsdeildarliða og gamla stórveldið, HSV, vann 0-2 sigur á SV Wehen Wiesbaden á útivelli.

Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður á 75. mínútu í liði Augsburg gegn Mainz. Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg á 105. mínútu en framlengja þurfti leikinn eftir að staðan var jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-2 og Augsburg komið áfram.

Öll úrslit kvöldsins:

BSG Chemie Leipzig - Paderborn 0-3

Hannover - Wolfsburg 0-2

SSV Ulm 1846 - Fortuna Düsseldorf 1-5

Darmstadt - Hertha Berlín 0-2

Heidenheim - Sandhausen 3-0

Augsburg - Mainz 3-2 (Eftir framlengingu)

SV Rodinghausen - Bayern München 1-2

SV Wehen Wiesbaden - HSV 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×