Innlent

Konan sem lýst var eftir fundin

Kjartan Kjartansson skrifar
Ásta Kristín Aðalsteinsdóttir.
Ásta Kristín Aðalsteinsdóttir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Uppfært kl. 20.24:

Konan sem lýst var eftir fyrr í kvöld er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ástu Kristínu Aðalsteinsdóttur. Hún er fædd árið 1997 en síðast var vitað um ferðir hennar í Síðumúla um klukkan 13:30 í dag. Þá var hún klædd í hvíta Nike-hettupeysu, svarta 66°N-úlpu með loðkraga, svartar buxur og svarta skó.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur enn fremur fram að Ásta Kristín sé með ljóst aflitað hár auk hárlenginga, lokk í nefi og með bleikt naglalakk. Hún er um 172 sentímetrar á hæð, þéttvaxin og afar sólbrún, að sögn lögreglu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ástu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Við leit í Fossvogi.Vísir/Jói K
Uppfært kl. 20:18:

Leitarsvæði lögreglu hefur stækkað til Hafnarfjarðar en hún notast við leitarhund við leitina að stúlkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×