Fótbolti

ESPN: Stjórn Besiktas segir fréttirnar um Karius rangar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Loris Karius
Loris Karius Vísir/Getty
Besiktas ætlar ekki að senda Loris Karius aftur til Liverpool fyrr en áætlað var. Heimildarmaður innan félagsins segir ekkert til í fréttaflutningi morgunsins.

Í morgun bárust fréttir af því að forráðamenn Besiktas væru ósáttir með Þjóðverjann og ætluðu að skila honum aftur til Liverpool í janúar. Tyrkneska félagið vilji frekar fá Divock Origi frá enska liðinu.

ESPN greinir hins vegar frá því að ekkert sé til í þeim fréttum og hefur það eftir heimildarmanni sínum innan félagsins.

Stjórn Besiktas hefur fulla trú á markmanninum og fullyrða að hann sé mjög hamingjusamur í Tyrklandi. Þá er stjórnin ekki sátt með að það Karius sé kennt um slæmt gengi Besiktas að undan förnu.

Karius er á tveggja ára lánssamningi í Tyrklandi með möguleika á kaupum í lok samningsins.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×