Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Neyðaráætlun hefur verið virkjuð á Landspítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem taka gildi um helgina. Þær sögðu eftir enn ein árangurslausa samningafundinn í dag að ríkið bæri ábyrgð á stöðunni.

Við bregðum okkur einnig inn í fjall við Búrfellsvirkjun þar sem forseti Íslands lagði hornstein að nýrri aflstöð í dag sem fjármálaráðherra gangsetti.

Leiðtogar Evrópusambandsins réðu ráðum sínum í dag en stefnan í málefnum innflytjenda getur ráðið örlögum sambandsins að mati Angelu Merkel kanslara Þýskalands.

Og við segjum ferðasögu sjö ára kattar sem tók sér far með búslóð íslenskra hjóna frá Noregi til Íslands og sýnum myndir af þessum nýjasta landnámsketti Norðmanna á Sögueyjunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×