Enski boltinn

Neville vill sjá Pochettino hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino vísir/getty
Gary Neville, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum leikmaður Manchester United, telur Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra Tottenham, eiga að vera arftaka Jose Mourinho hjá Manchester United.

Portúgalinn Mourinho skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við United í janúar sem bindur hann við Manchester borg til 2020. Pochettino er samningsbundinn Tottenham í þrjú ár til viðbótar en miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hans eftir að hann sagði í viðtali að hann réði engu um framtíð sína heldur væri hún í höndum Daniel Levy, eiganda félagsins.

„Þegar tími Mourinho er búinn hjá United, hvort sem það er eftir eitt ár, tvö ár, eða þrjú ár eins og ég vona, þá er Pochettino maðurinn sem ég vil fá til þess að stýra félaginu s em ég held með, því hann á það skilið,“ sagði Nevilli við Sky Sports.

„Hann nær því besta út úr takmörkuðum efnivið og Daniel Levy veit það. Þetta gæti orðið mikið vandamál fyrir Tottenham.“

Tottenham er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á undan Chelsea þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir.


Tengdar fréttir

Pochettino er ekki að fara neitt

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hann sé ekki á leið burt frá félaginu. Hann segir að félagið verði að halda í sín gildi og ekki reka menn eins og önnur félög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×