Enski boltinn

Sjáðu öll tíu mörkin í einum besta leik ársins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tammy Abraham skoraði fernu.
Tammy Abraham skoraði fernu. vísir/getty
Á meðan augu flestra beindust að Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þar sem að tvö af bestu liðum Evrópu, PSG og Liverpool, mættust stal leikur í ensku B-deildinni senunni.

Gömlu stórveldin Aston Villa og Liverpool skildu þá jöfn, 5-5, í mögnuðum leik á Villa Park í 19. umferð ensku B-deildarinnar en bæði lið eru í baráttunni um sæti í umspili deildarinnar eins og staðan er.

Forest komst í 2-0 á útivelli á fyrstu sex mínútunum en Tammy Abraham, sem er á láni frá Chelsea, var búinn að jafna metin áður en 20 mínútur voru búnar og hann fullkomnaði þrennuna á 36. mínútu og jafnaði þá í 3-3.

Sex mörk í fyrri hálfleik en veislan var ekki búin. Joe Lolley kom forest yfir á 65. mínútu en Abraham skoraði fjórða mark sitt á 71. mínútu og fjórum mínútum síðar komst Villa aftur yfir. Forest skoraði svo jöfnunarmark, 5-5, á 82. mínútu og þar við sat.

Birkir Bjarnason var ekki með Aston Villa í leiknum en hann fór í aðgerð á dögunum og er enn að jafna sig. Villa-liðið er í 8. sæti með 28 stig eftir jafnteflið í gær en FOrest er í sjötta sæti með 31 stig.

Allt það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×