Fótbolti

Gerir Chelsea markvörð Bilbao að dýrasti markverði sögunnar?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kepa gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina.
Kepa gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina. vísir/getty
Chelsea á í viðræðum við Athletic Bilbao um kaup á markverðinum Kepa Arrizabalaga. Sky Sports fréttastofan greindi frá þessu fyrr í dag.

Kepa er 23 ára gamall sem hefur leikið einn landsleik fyrir Spánverja en kaupverpið er talið rúmlega 71 milljón punda.

Hann yrði þá dýrasti markvörður í sögunni en miðlar á Spáni segja Chelsea vilji fljúga honum til Englands á morgun svo hann geti æft með Chelsea á fimmtudag.

Framtíð Thibaut Courtois er í lausu lofti. Markvörðurinn vill komast burt frá Chelsea til Real Madrid en sögusagnir segja að hann hafi ekki æft í dag né í gær.

Real er tilbúið að bjóða Matteo Kovacic á móti Courtois en Kovacic yrði þá á láni hjá Chelsea út næstu leiktíð.

Það verður fróðlegt að sjá hvort það verður kominn nýr markvörður í markið hjá Chelsea á laugardaginn er liðið mætir Huddersfield í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×