Enski boltinn

Alexis Sanchez spilar ekki aftur fyrr en 2019: „Heyrði það á öskrinu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. Vísir/Getty
Alexis Sanchez er ekki að fara spila með liði Manchester United á næstunni ef marka má orð knattspyrnustjóra hans Jose Mourinho á blaðamannafundi í dag.

Jose Mourinho býst við að Sílemaðurinn verði lengi frá eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu United manna í gær.

Alexis Sanchez er 29 ára gamall og kom til United frá Arsenal þar sem hann var stórsjarna. Það hefur farið minna fyrir þeirri stórstjörnu í búningi Manchester United.

Alexis Sanchez er með eitt mark og tvær stoðsendingar í tólf leikjum með Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Einar markið kom á móti Newcastle.





Það má nú búast við að Alexis Sanchez missi af öllum jólamánuðinum og spili ekki með Manchester United liðinu aftur fyrr en á árinu 2019.

„Þetta er ekki einhver lítil vöðvatognun sem hann nær sér góðum af á tíu dögum,“ sagði Jose Mourinho.

„Ég heyrði það á sársaukafullu öskrinu hans að hann verður frá í langan tíma,“ sagði Mourinho.

„Hann er ekki búinn að fara í myndatöku en þetta er reyndur leikmaður sem þekkir svona meiðsli,“ sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×