Fótbolti

Ungur Seltirningur kominn í átta liða úrslit háskólafótboltans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
JMU fagnar sigri á Duke í úrslitakeppninni. Pétur Steinn er sá síðhærði næst lengst til hægri.
JMU fagnar sigri á Duke í úrslitakeppninni. Pétur Steinn er sá síðhærði næst lengst til hægri. mynd/james madison
Pétur Steinn Þorsteinsson, 21 árs gamall Gróttumaður, er kominn með liði sínu í James Madison-háskólanum alla leið í átta liða úrslit úrslitakeppni bandaríska háskólafótboltans.

Ekki var búist við miklu af James Madison í ár en liðið hefur komið öllum á óvart og er spútniklið ársins í bandaríska fótboltanum.

Það er nú þegar búið að leggja veldi á borð við North Carolina og Jón Ingason og félaga í Virgina Tech á leið sinni í átta liða úrslitin en bæði lið voru talin sigurstranglegri fyrir viðureignir þeirra.

James Madison vann Virgina Tech, 3-0, og mætir Michigan State í átta liða úrslitunum á morgun. Það er nú aðeins tveimur leikjum frá því að komast óvænt alla leið í úrslitaleikinn.

Pétur Steinn er að spila sem hægri bakvörður í Bandaríkjunum en þessi ungi Seltirningur á ða baki ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann spilaði tvo leiki fyrir Gróttu í sumar en hann kom fyrst inn í Gróttuliðið 15 ára gamall árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×