Enski boltinn

Conte vill setja pressu á Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conte er ávallt líflegur á hliðarlínunni.
Conte er ávallt líflegur á hliðarlínunni. vísir/afp
Antoine Conte, stjóri Chelsea, vill setja enn meiri pressu á Tottenham í baráttunni um fjórða sætið í deildinni en það er jafnframt það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Tottenham er nú fimm skigum á undan Chelsea í fjórða sætinu en enn eru fjórir leikir eftir af tímabilinu hjá þessum félögum svo tólf stig eru enn í pottinum.

„Við verðum að reyna. Fyrst af öllu þurfum við að reyna ná í þrjú stig gegn Swansea og það verður ekki auðvelt því þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni,” sagði Ítalinn.

„Swansea hefur unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum á heimavelli sem þýðir að þeir eru í góðu formi. Við þurfum að taka þessu af alvöru en á sama tíma ef við viljum eiga möguleika á Meistaradeildinni verðum við að vinna.”

„Við þurfum að reyna að setja pressu á liðin sem eru ofar en við í töflunnni. Það verður ekki auðvelt en við þurfum að sækja eins mörg stig og hægt er þangað til að tímabilinu er lokið.”

Flautað verður til leiks í Wales klukkan 16.30 í dag og er að leikurinn sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport/HD.


Tengdar fréttir

Pochettino er ekki að fara neitt

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hann sé ekki á leið burt frá félaginu. Hann segir að félagið verði að halda í sín gildi og ekki reka menn eins og önnur félög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×