Enski boltinn

Chelsea getur sett pressu á Tottenham | Upphitun

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/skjáskot
Fjórða síðasta umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer af stað í dag og lýkur á mánudagskvöldið en sjö leikir eru á dagskrá í enska boltanum í dag.

Þetta fer allt af stað með leik Liverpool og Stoke í hádeginu en Liverpool stendur í ströngu þessa daganna í Meistaradeildinni. Liðið er þremur stigum á eftir Man. Utd í öðru sætinu en United á leik til góða.

Stoke er í bullandi vandræðum og rúmlega það. Þeir eru með 29 stig í nítjánda sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti, og þurf nauðsynlega að fara safna einhverjum stigum ætli þeir sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Gylfa-laust Everton lið mætir Huddersfield á heimavelli en Everton getur aðeins ógnað Burnley í sjöunda sætinu. Everton er átta stigum frá Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar frá Brighton í heimsókn í dag.

Síðdegisleikurinn er svo leikur Swansea og Chelsea en Chelsea heldur enn í smá von um að ná Meistaradeildarsæti. Liðið er fimm stigum á eftir Tottenham er fjórir deildarleikir eru eftir af tímabilinu.

Leikir dagsins:

11.30 Liverpool - Stoke (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)

14.00 Burnley - Brighton (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)

14.00 Crystal Palace - Leicester

14.00 Huddersfield - Everton

14.00 Newcastle - WBA

14.00 Southampton - Bournemouth

16.30 Swansea - Chelsea (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×