Erlent

Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á ljósmæðraárás

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. Vísir/Getty
Íslamska ríkið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem samtökin lýsa yfir ábyrgð á árásinni sem gerð var á æfingamiðstöð fyrir ljósmæður í Afganistan í gær. Þrír létust í árásinni.

Sjá einnig: Þrír létust í árás á ljósmæðramiðstöð í Afganistan

Hryðjuverkasamtökin tilkynntu þetta í dag í gegnum Amaq fréttaveituna, sem hefur náin tengsl við samtökin og er yfirleitt fyrst til að birta yfirlýsingar þeirra. Í yfirlýsingunni segir að tveir menn hafi verið að verki.

61 ljósmóður og tveimur börnum var bjargað úr miðstöðinni, en tveir öryggisverðir og bílstjóri létu lífið í árásinni. Öryggissveitir hersins náðu yfirtökum á ástandinu eftir sex klukkutíma skotbardaga. 

Íslamska ríkið hefur sterk ítök á Nangarhar svæðinu nærri Jalalabad þar sem árásin var gerð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×