Erlent

Mannskæður jarðskjálfti reið yfir Lombok í Indónesíu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Íbúar voru margir hverjir enn sofandi þegar jarðskjálftinn, sem mældist 6,4 að stærð, reið yfir Lombok.
Íbúar voru margir hverjir enn sofandi þegar jarðskjálftinn, sem mældist 6,4 að stærð, reið yfir Lombok. Vísir/AP
Tólf létust og tugir slösuðust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir eyjuna Lombok í Indónesíu á ellefta tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma.

Íbúar voru margir hverjir enn sofandi þegar jarðskjálftinn reið yfir þegar klukkan var að nálgast sjö að staðartíma sem varð til þess að svo margir náðu ekki að forða sér úr byggingum sem margar hrundu til grunna.

Bandaríska jarðvísindastofnunin segir upptök skjálftans hafa verið um 50 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Mataram. Rúmlega 60 eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið en sá stærsti mældist 5,7.

Enn er unnið að því að safna upplýsingum um slasaða en leit og björgun eru í forgangi.vísir/ap
Eyjan er vinsæll áfangastaður ferðamanna en ferðamenn frá Malasíu, sem voru í fjallaferð, eru á meðal hinna látnu að því fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Sutopo Purwo Nugroho, Talsmaður Almannavarna í Indónesíu, segist ekki geta gefið út nákvæma tölu yfir slasaða því enn sé unnið að því að safna upplýsingum. Í eyjunni sé leit og björgun þó í algjörum forgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×