Enski boltinn

United án Lukaku í síðustu leikjunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku vísir/getty
Romelu Lukaku gæti misst af síðustu leikjum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt heimildum ESPN.

Manchester United er í harðri baráttu um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er í sjötta sæti þegar tvær umferðir eru eftir og er þremur stigum frá Chelsea í fjórða sætinu.

Síðustu tveir leikir United eru gegn Huddersfield og Cardiff. Huddersfield er fallið nú þegar og Cardiff gæti fallið í næstu umferð.

Þó þessi lið ættu að vera auðveld bráð fyrir Untied á pappírnum er samt áfall fyrir Ole Gunnar Solskjær að vera án belgíska framherjans.

Hann fór í myndatöku á þriðjudag, en hann er meiddur aftan á læri, og niðurstöður hennar voru ekki góðar. Það þykir ólíklegt að Solskjær muni spila Lukaku í leikjunum tveimur.

Jesse Lingard, sem missti af jafnteflinu við Chelsea um síðustu helgi, er hins vegar á góðri leið með að ná ferðinni til Huddersfield á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×