Enski boltinn

Utandeildarliðið enn á lífi í enska bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Barnet lögðu líf og sál í verkefni kvöldsins
Leikmenn Barnet lögðu líf og sál í verkefni kvöldsins vísir/getty
Utandeildarliðið Barnet nældi í annan leik gegn Brentford er liðin mættust í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en lokatölur 3-3 í leik kvöldsins.

Ollie Watkins kom B-deildarliðinu yfir á 40. mínútu og þeir leiddu í hálfleik. Á fimmtu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Shaquile Coulthirst fyrir Barnet og allt ætlaði um koll að keyra á Hive-leikvanginum.

Þremur mínútum síðar var Coulthirst aftur á ferðinni er hann kom Barnet í 2-1 en staðan var aftur orðinn jöfn sjö mínútum síðar er Neal Maupay jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu.

Flestir héldu að Sergi Canos væri að tryggja Brentford sigurinn er hann kom þeim yfir 3-2 á 72. mínútu en Daniel Sparkes jafnaði metin úr magnaðri aukaspyrnu.

Lokatölur 3-3 og utandeildarliðið Barnet fær því annan leik gegn B-deildarliðinu en sigurliðið úr þessari rimmu mætir Swansea í 16-liða úrslitum bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×