Enski boltinn

Chelsea og United mætast í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var barist í deildarleik liðanna á þessari leiktíð.
Það var barist í deildarleik liðanna á þessari leiktíð. vísir/getty
Dregið var í 16-liða úrslit enska bikarsins í dag en átta úrvalsdeildarlið eru eftir í pottinum eftir fjórðu umferðina sem fór fram um helgina.

Vinni Manchester United bikarinn þetta tímabilið fara þeir ekki auðveldustu leiðina þangað. Í fjórðu umferðinni höfðu þeir betur gegn Arsenal og í kvöld drógust þeir gegn Chelsea og fer leikurinn fram á Stamford Bridge.

Manchester City á nokkuð þægilegt verkefni fyrir höndum en liðið mætir annað hvort Middlesbrough eða Newport County á útivelli en City verið heppið með drætti í bikarkeppnum á þessu tímabili.

Í nokkrum viðureignum á eftir að knýja fram sigurvegara en þeir leikir enduðu með jafntefli um helgina. Þar á meðal eru leikur Shrewsbury og Wolves.

Síðasti leikur fjórðu umferðarinnar fer fram í kvöld er Barnet og Brentford mætast en utandeildarliðið Barnet mætir B-deildarliðinu Brentford. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

Drátturinn í heild sinni:

Bristol City - Shrewsbury/Wolves

AFC Wimbledon - Millwall

Doncaster Rovers - Crystal Palace

Middlesbrough/Newport County - Manchester City

Chelsea - Manchester United

Swansea City - Barnet/Brentford

Portsmouth/QPR - Watford

Brighton/West Brom - Derby County




Fleiri fréttir

Sjá meira


×