Enski boltinn

Chelsea lánar Morata í átján mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Morata boðinn velkominn á Twitter-síðu Atletico Madrid.
Alvaro Morata boðinn velkominn á Twitter-síðu Atletico Madrid. Mynd/Twitter/@Atleti
Alvaro Morata spilar með spænska félaginu Atletico Madrid næsta eina og hálfa tímabilið.

Chelsea og Atletico Madrid hafa náð samkomulagi um að Alvaro Morata verði sendur á láni suður til Spánar.

Lánssamningurinn er til átján mánaða og mun Alvaro Morata því spila með Atletico liðinu út 2019-20 tímabilið.





Alvaro Morata er 26 ára framherji frá Madrid sem kom til Chelsea frá Real Madrid sumarið 2017.

Morata skoraði 11 mörk í 31 deildarleik með Chelsea í fyrravetur en hefur skorað 5 mörk í 16 leikjum á þessu tímabili þar sem hann hefur ekki verið í náðinni hjá Maurizio Sarri.

Maurizio Sarri var síðan tilbúinn að láta Alvaro Morata fara eftir að Chelsea fékk Argentínumanninn Gonzalo Higuaín á láni frá Juventus.

Þó að Alvaro Morata hafi spilað síðast á Spáni með Real Madrid þá byrjaði hann fótboltaferil sinn hjá Atlético Madrid og var frá 2005 til 2007.  Morata er fæddur 1992 og var því fimmtán ára þegar hann yfirgaf Atletico á sínum tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×