Enski boltinn

Grilluðu Gylfa á Twitter eftir bikartapið á móti Millwall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/James Baylis
Gylfi Þór Sigurðsson fékk heldur betur vænan skammt af harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir 3-2 tap Everton á móti C-deildarliði Millwall í enska bikarnum um helgina.

Stuðningsmenn Everton voru brjálaðir út í liðið sitt og Gylfi var að mati margra úrvals blóraböggull fyrir slakt gengi liðsins að undanförnu.

Gylfi hefur skorað tíu mörk á tímabilinu af miðjunni og lagði upp markið sem kom Everton í 2-1 á móti Millwall. Það varð hins vegar ekki sigurmarkið því Millwall skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn og sæti í fimmtu umferð ensku bikarsins.

Þunglyndir Everton stuðningsmenn eru einstaklega neikvæðir þessa dagana eftir aðeins þrjá sigurleiki í síðustu tólf leikjum.

Það er vissulega komin mikil pressa á knattspyrnustjórann Marco Silva og þá gæti hann vissulega tekið upp á einhverju róttæku eins og henda Gylfa út úr liðinu eða að minnsta kosti taka hann úr hans uppáhaldsstöðu fyrir aftan framherjann.

Gylfi og félagar fá strax tækifæri í þessari viku til að bæta upp fyrir tapið um helgina. Þeir mæta nefnilega botnliði Huddersfield á morgun þriðjudag. Nú er bara vona að Gylfi geti sýnt sitt allra besta í þeim leik.

Hér fyrir neðan má sjá brot af þessari hörðu gagnrýni á íslenska landsliðsmanninn. Sumir vilja bara að hann setjist upp í stúku við hliðina á þeim, aðrir vilja selja hann fyrir smáaura og kalla það samt rán, einhver tók ekki eftir honum inn á vellinum  í leiknum og enn annar sakaði Gylfa um að reyna að tefja leikinn í lokin til að gulltryggja tap og að Silva yrði rekinn í framhaldinu.

Þetta er í það minnsta frekar skrautleg lesning og aðeins brot af óánægðum stuðningsmönnum Everton.


































Fleiri fréttir

Sjá meira


×